Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 29. mars 2023 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pinamonti gagnrýnir Mancini: Það eru framherjar hérna
Mynd: EPA

Andrea Pinamonti framherji Sassuolo gagnrýndi Roberto Mancini landsliðsþjálfara Ítalíu en þjálfarinn sagði að það væru alltof fáir framherjar heilir fyrir landsliðið.


Pinamonti sagði að þetta væri móðgun fyrir þá framherja sem eru klárir í slaginn.

„Þetta getur verið pirrandi því það eru framherjar hérna og ég er ekki að tala um sjálfan mig. Þetta er líka hvatning til að gera meira og meira," sagði Pinamonti.

Mateo Retegui 23 ára gamall framherji Tigre í Argentínu var í byrjunarliði ítalska landsliðsins í báðum leikjunum í ný afstaðnu landsleikjahléi þar sem Ítalía vann Möltu og tapaði gegn Englandi. Retegui skoraði tvö af þremur mörkum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner