Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 29. maí 2023 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kæmi ekki óvart ef Tuchel myndi yfirgefa Bayern
Mynd: EPA

Bayern Munchen hefur verið gagnrýnt fyrir að reka Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic frá félaginu en það var tilkynnt eftir að félagið vann þýsku deildina í gær.


Kahn gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Bayern á meðan Salihamidizc var yfirmaður íþróttamála. Þeir ráku Julian Nagelsmann og réðu Thomas Tuchel í staðinn.

Það er ljóst að enginn er óhultur hjá Bayern og Dietmar Hamann fyrrum landsliðsmaður Þýskalands spyr sig hvort Tuchel vilji vinna við þessar aðstæður.

„Þegar þú ferð svona með fólk verður maður að spurja sig: 'Viltu vinna fyrir þetta félag?' Ég held að þú getir ekki útilokað að Tuchel fari bráðum líka. Hann fer á eigin forsendum," sagði Hamann.

Tuchel var spurður út í framtíð sína eftir að titilinn kom í hús en hann sagðist „gera ráð fyrir því" að vera áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner