Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 21:49
Magnús Már Einarsson
Boltastrákur lagði upp mark á Óttar Magnús
Óttar fékk hjálp frá boltastrák í kvöld.
Óttar fékk hjálp frá boltastrák í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungur boltastrákur Víkings R. átti þátt í þriðja marki liðsins í 4-1 sigri á FH í kvöld.

Víkingar fengu aukaspyrnu úti á kanti nálægt endalínu og boltastrákurinn, Jóel, var fljótur að senda boltann á Óttar Magnús Karlsson.

Óttar Magnús sá að leikmenn FH, þar á meðal Gunnar Nielsen markvörður, voru ekki klárir og hann skoraði með skoti í autt markið.

„Ég sá boltann koma að mér og var fljótur að hugsa," sagði boltastrákurinn Jóel í viðtali í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport í kvöld.

Jóel sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefði óskað eftir því við boltakrakkana fyrir leik að vera fljótir að koma boltanum í leik.

KSÍ sendi félögum í dag tölvupóst þar sem lagt var til að félög hætti með boltakrakka á leikjum vegna kórónaveirunnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner