Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mán 29. júní 2020 22:42
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Hef engar áhyggjur af sóknarleiknum
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir og Grótta mættust í hörkuleikí Árbænum í kvöld og endaði leikurinn 2-0 fyrir Fylkismönnum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Grótta

Ágúst Gylfason var súr eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld.

„Frekar súrt að hafa ekki skorað mark sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við koma öflugir inn í leikinn og hefðum átt að setja á þá 1-2 mörk í fyrri hálfleik þá hefði þetta þróast öðruvísi."

„Við komum inn í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu ákveðnir og fáum á okkur víti og svo mark í kjölfarið og þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur."

Águst Gylfason þjálfari Gróttu var spurður út í sóknarleikinn. Hvort hann væri áhyggjuefni en þeir hafa ekki enn náð að skora mark í Pepsi Max-deildinni

„Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum við sköpum okkur fullt af færum. Þetta er bara spurning um að klára þau, komum okkur í færin í dag og það vantaði kannski aðeins upp á að klára færin þá hefði þetta verið öðruvísi, það er nokkuð ljóst."

Helgi Valur Daníelsson meiðist illa á 51. mínútu leiksins þegar hann lendir illa í því eftir tæklingu og sendir Gústi honum batakveðjur.

„Nei batakveðjur til Helga Vals, þetta var hörð tækling og leiðinlegt það sem maður hefur heyrt að hann sé brotinn og ég vona að hann komi sterkur til leiks aftur, það væri leiðinlegt að sjá hann hverfa frá boltanum en frábær gaur hann Helgi en hann kemur til baka sterkari alveg sama þó hann sé leikmaður eða þjálfari."

Að lokum var Ágúst Gylfason spurður hvort hann ætli að styrkja leikmannahópinn eitthvað fyrir lok gluggans.

„Við erum búnir að reyna það í dálítið góðan tíma og það hefur ekkert gerst og er ég ekki vongóður um það svona síðasta daginn."
Athugasemdir
banner
banner