Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 29. júní 2020 22:42
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Hef engar áhyggjur af sóknarleiknum
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir og Grótta mættust í hörkuleikí Árbænum í kvöld og endaði leikurinn 2-0 fyrir Fylkismönnum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Grótta

Ágúst Gylfason var súr eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld.

„Frekar súrt að hafa ekki skorað mark sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við koma öflugir inn í leikinn og hefðum átt að setja á þá 1-2 mörk í fyrri hálfleik þá hefði þetta þróast öðruvísi."

„Við komum inn í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu ákveðnir og fáum á okkur víti og svo mark í kjölfarið og þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur."

Águst Gylfason þjálfari Gróttu var spurður út í sóknarleikinn. Hvort hann væri áhyggjuefni en þeir hafa ekki enn náð að skora mark í Pepsi Max-deildinni

„Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum við sköpum okkur fullt af færum. Þetta er bara spurning um að klára þau, komum okkur í færin í dag og það vantaði kannski aðeins upp á að klára færin þá hefði þetta verið öðruvísi, það er nokkuð ljóst."

Helgi Valur Daníelsson meiðist illa á 51. mínútu leiksins þegar hann lendir illa í því eftir tæklingu og sendir Gústi honum batakveðjur.

„Nei batakveðjur til Helga Vals, þetta var hörð tækling og leiðinlegt það sem maður hefur heyrt að hann sé brotinn og ég vona að hann komi sterkur til leiks aftur, það væri leiðinlegt að sjá hann hverfa frá boltanum en frábær gaur hann Helgi en hann kemur til baka sterkari alveg sama þó hann sé leikmaður eða þjálfari."

Að lokum var Ágúst Gylfason spurður hvort hann ætli að styrkja leikmannahópinn eitthvað fyrir lok gluggans.

„Við erum búnir að reyna það í dálítið góðan tíma og það hefur ekkert gerst og er ég ekki vongóður um það svona síðasta daginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner