Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   mán 29. júní 2020 22:42
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Hef engar áhyggjur af sóknarleiknum
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir og Grótta mættust í hörkuleikí Árbænum í kvöld og endaði leikurinn 2-0 fyrir Fylkismönnum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Grótta

Ágúst Gylfason var súr eftir tap sinna manna í Árbænum í kvöld.

„Frekar súrt að hafa ekki skorað mark sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við koma öflugir inn í leikinn og hefðum átt að setja á þá 1-2 mörk í fyrri hálfleik þá hefði þetta þróast öðruvísi."

„Við komum inn í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu ákveðnir og fáum á okkur víti og svo mark í kjölfarið og þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur."

Águst Gylfason þjálfari Gróttu var spurður út í sóknarleikinn. Hvort hann væri áhyggjuefni en þeir hafa ekki enn náð að skora mark í Pepsi Max-deildinni

„Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum við sköpum okkur fullt af færum. Þetta er bara spurning um að klára þau, komum okkur í færin í dag og það vantaði kannski aðeins upp á að klára færin þá hefði þetta verið öðruvísi, það er nokkuð ljóst."

Helgi Valur Daníelsson meiðist illa á 51. mínútu leiksins þegar hann lendir illa í því eftir tæklingu og sendir Gústi honum batakveðjur.

„Nei batakveðjur til Helga Vals, þetta var hörð tækling og leiðinlegt það sem maður hefur heyrt að hann sé brotinn og ég vona að hann komi sterkur til leiks aftur, það væri leiðinlegt að sjá hann hverfa frá boltanum en frábær gaur hann Helgi en hann kemur til baka sterkari alveg sama þó hann sé leikmaður eða þjálfari."

Að lokum var Ágúst Gylfason spurður hvort hann ætli að styrkja leikmannahópinn eitthvað fyrir lok gluggans.

„Við erum búnir að reyna það í dálítið góðan tíma og það hefur ekkert gerst og er ég ekki vongóður um það svona síðasta daginn."
Athugasemdir