Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mán 29. júní 2020 22:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Getafe setur pressu á Sevilla
Getafe 2 - 1 Real Sociedad
1-0 Jaime Mata ('20, víti)
1-1 Adnan Januzaj ('55)
2-1 Jaime Mata ('83)

Viðureign Getafe og Real Sociedad lauk rétt í þessu með sigri heimamanna. Jaime Mata var hetjan þar sem hann skoraði bæði mörk liðsins.

Fyrsta markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 20. mínútu, sem varð til eftir slæm varnarmistök gestanna.

Mikið jafnræði var með liðunum og náðu gestirnir að jafna í síðari hálfleik. Adnan Januzaj slapp þá innfyrir vörnina eftir misheppnaða rangstöðulínu heimamanna og skoraði.

Bæði lið fengu færi til að stela sigrinum en það var Mata sem kom knettinum í netið á 83. mínútu. Jorge Molina var snöggur að taka innkast á hægri kanti og var Mata afar klókur að nýta sér það til að skora.

Boltinn skoppaði inn í teig og þurfti Mata aðeins eina snertingu til að klobba markvörð gestanna snyrtilega og stela sigrinum.

Liðin mættust í miklum Evrópuslag og er Getafe í fimmta sæti sem stendur, fimm stigum fyrir ofan Sociedad. Getafe er aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner