„Ég þakka leikmönnum, þjálfurum og öllum sem eru í kringum liðið þennan sigur. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigur Blika gegn Austria Vín í Sambandsdeildinni.
„Ólíkir hálfleikar, við stjórnuðum algjörlega fyrri hálfleiknum en kannski hleyptum þeim inn í leikinn í seinni hálfleik. Það er kannski eitthvað sem maður er ekkert sérstaklega ánægður með. Síðan er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, vinátta og traust, samspil þessara hátta, menn grafa mjög djúpt þegar þeir eru orðnir þreyttir og við klárum þetta. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bara sig í þessar 90 mínútur."
„Ólíkir hálfleikar, við stjórnuðum algjörlega fyrri hálfleiknum en kannski hleyptum þeim inn í leikinn í seinni hálfleik. Það er kannski eitthvað sem maður er ekkert sérstaklega ánægður með. Síðan er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, vinátta og traust, samspil þessara hátta, menn grafa mjög djúpt þegar þeir eru orðnir þreyttir og við klárum þetta. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bara sig í þessar 90 mínútur."
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Austria Vín
Austria lá á Blikum undir lokin. Hvernig voru tilfinningarnar síðustu mínúturnar?
„Þær einkenndust af því að maður beið eftir því að dómarinn flautaði leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur allhressilega niður og við komumst aldrei upp. Þær voru langar að líða en svo er það okkar að sjá til þess að vera betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og þegar lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari að stjórna leikjum betur og refsa þeim."
Breiðablik mætir Aberdeen í næstu umferð.
„Ég er ekkert byrjaður að hugsa út í það. Við erum að spila mjög erfiðan leik við Víking á mánudaginn og fókusinn fer núna á þann leik. Þeir eru eitt af bestu liðum landsins og mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum að passa okkur á því að njóta þess að vera spila frábæra leiki við frábær lið á þriggja daga fresti. Það eru forréttindi." sagði Óskar Hrafn við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir