Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri þetta besti félagaskiptagluggi sögunnar?
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Liverpool hefur átt stórkostlegan félagaskiptaglugga sem gæti orðið enn betri ef Alexander Isak dettur yfir línuna.

Isak, sem hefur verið einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar, síðustu ár er núna sterklega orðaður við Liverpool en hann hefur tjáð Newcastle það að hann vilji fá að skoða í kringum sig.

Liverpool hefur nú þegar keypt Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir að hafa orðið meistarar á síðasta tímabili.

„Að hafa unnið þennan titil í vor og byggja svona rosalega ofan á þetta, það er eins og þeir séu að byggja nýtt 'dynasty' lið og ég er ansi hræddur um að þetta verði eitthvað 'dynasty'," sagði Kári Snorrason þegar rætt var um Liverpool í Enski boltinn hlaðvarpinu á dögunum.

„Þetta eru góð kaup, mjög góður gluggi. Slot tók bara Chiesa fyrir tímabilið í fyrra, tók við liðinu hans Klopp og gerði það ótrúlega vel. Svo ertu að bæta Wirtz, Ekitike, Frimpong og Kerkez í þessa blöndu," sagði Sölvi Haraldsson.

Ef Isak bætist við, þá væri það rosalegt. Er þetta þá einhver besti gluggi sögunnar?

„Ef maður horfir á svona geggjaða félagaskiptaglugga þá fer maður að horfa á það þegar Real Madrid tók Benzema og Ronaldo í sama glugga," sagði undirritaður.

„Þetta er mesti 'statement' gluggi sem ég hef séð og sérstaklega í kjölfar titilsins," sagði Kári sem er stuðningsmaður Chelsea. „Þetta er ógnvænlegt og ég hef ekkert gaman að þessu."
Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner