Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. ágúst 2019 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Bobby Duncan: Ég vil bara spila fótbolta
Bobby Duncan
Bobby Duncan
Mynd: Getty Images
Bobby Duncan, framherji Liverpool á Englandi, vill bara spila fótbolta en hann sendi þau skilaboð á Twitter áður en hann eyddi færslunni skömmu seinna.

Duncan kom til Liverpool á frjálsri sölu á síðasta ári en hann var áður á mála hjá Manchester City.

Enski framherjinn er frændi Steven Gerrard, sem er eins og flestum er kunnugt, goðsögn hjá félaginu en Duncan fékk tækifæri með aðalliði Liverpool á undirbúningstímabilinu en virðist nú óánægður með veru sína hjá félaginu.

Saif Rubie, umboðsmaður Duncan, hefur farið mikinn á Twitter og meðal annars birt yfirlýsingu ásamt leikmanninum þar sem þeir segjast óánægðir með stöðu mála og að Liverpool sé að reyna að halda honum hjá félaginu gegn hans vilja.

Fiorentina og Nordsjælland hafa lagt fram lánstilboð í hann en báðum tilboðum hafnað og ákvað umboðsmaðurinn að fara með málið á Twitter.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, reifst við Rubie þar og ráðlagði Duncan að reka Rubie en Duncan vill sjálfur bara spila fótbolta.

Rubie hætti á Twitter í kjölfarið en enskir blaðamenn halda þvi fram að Liverpool gæti losað sig við leikmanninn eftir hegðun Rubie á Twitter.

Hægt er að sjá færsluna hér fyrir neðan en hann eyddi henni svo skömmu eftir birtingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner