Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   sun 29. ágúst 2021 21:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er stoltur, ánægður og mjög hamingjusamur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur, ánægður og hamingjusamur með frammistöðuna og liðið, með virðinguna sem þeir báru fyrir þessum leik í 90 mínútur, við hættum aldrei og ég er glaður með það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir frábæran 7-0 sigur gegn Fylkismönnum í 19. umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Óskar bjóst kannski ekki við því fyrir leik að vinna 7-0?

„Nei ég bjóst ekki við því og bjóst bara við erfiðum leik, mér finnst Fylkisliðið vera betra kannski en tapið sýnist og mér finnst leikirnir okkar við þá hafa verið bara erfiðir og þeir eru ólíkindatól Fylkismennirnir þannig ég bjóst bara við erfiðum leik."

„Hver veit þetta hefði getað orðið erfiður leikur en við mættum bara klárir og með orku og samheldni, menn voru sterkir og einbeittir og það skilaði sér inn á völlinn og skilaði inn mörkum og svo að lokum þessum sigri sem er bara frábært."

Blikar hafa verið á miklu flugi síðan þeir byrjuðu evrópuævintýrið gegn Racing Union í byrjun júlí mánaðar.

„Það eru sennilega margir þættir sem spila inn í það, það virðist vera kominn góður taktur í liðið, komið sjálfstraust í liðið. Evrópukeppnin og allir þessir leikir á þessum stutta tíma hafa þjappað liðinu saman, sterkari bönd milli manna og liðið allt hefur þroskast."

„Það er rétt metið hjá þér það er sennilega töluvert öflugra en það var, ég myndi segja að menn hafa stigið skref í sumar og orðið að meira liði og orðnir að meiri heild, ég held það sé rétt metið hjá þér að það er munur á liðinu frá fyrra hluta tímabils, það er orðið betra, stöðugra og veit meira hvar það stendur og fyrir hvað það stendur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar er spurður út í landsliðsvalið og komandi landsleikjahké.
Athugasemdir
banner