Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 29. ágúst 2021 21:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er stoltur, ánægður og mjög hamingjusamur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur, ánægður og hamingjusamur með frammistöðuna og liðið, með virðinguna sem þeir báru fyrir þessum leik í 90 mínútur, við hættum aldrei og ég er glaður með það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir frábæran 7-0 sigur gegn Fylkismönnum í 19. umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Óskar bjóst kannski ekki við því fyrir leik að vinna 7-0?

„Nei ég bjóst ekki við því og bjóst bara við erfiðum leik, mér finnst Fylkisliðið vera betra kannski en tapið sýnist og mér finnst leikirnir okkar við þá hafa verið bara erfiðir og þeir eru ólíkindatól Fylkismennirnir þannig ég bjóst bara við erfiðum leik."

„Hver veit þetta hefði getað orðið erfiður leikur en við mættum bara klárir og með orku og samheldni, menn voru sterkir og einbeittir og það skilaði sér inn á völlinn og skilaði inn mörkum og svo að lokum þessum sigri sem er bara frábært."

Blikar hafa verið á miklu flugi síðan þeir byrjuðu evrópuævintýrið gegn Racing Union í byrjun júlí mánaðar.

„Það eru sennilega margir þættir sem spila inn í það, það virðist vera kominn góður taktur í liðið, komið sjálfstraust í liðið. Evrópukeppnin og allir þessir leikir á þessum stutta tíma hafa þjappað liðinu saman, sterkari bönd milli manna og liðið allt hefur þroskast."

„Það er rétt metið hjá þér það er sennilega töluvert öflugra en það var, ég myndi segja að menn hafa stigið skref í sumar og orðið að meira liði og orðnir að meiri heild, ég held það sé rétt metið hjá þér að það er munur á liðinu frá fyrra hluta tímabils, það er orðið betra, stöðugra og veit meira hvar það stendur og fyrir hvað það stendur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar er spurður út í landsliðsvalið og komandi landsleikjahké.
Athugasemdir
banner
banner