Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 29. ágúst 2021 21:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er stoltur, ánægður og mjög hamingjusamur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur, ánægður og hamingjusamur með frammistöðuna og liðið, með virðinguna sem þeir báru fyrir þessum leik í 90 mínútur, við hættum aldrei og ég er glaður með það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir frábæran 7-0 sigur gegn Fylkismönnum í 19. umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Óskar bjóst kannski ekki við því fyrir leik að vinna 7-0?

„Nei ég bjóst ekki við því og bjóst bara við erfiðum leik, mér finnst Fylkisliðið vera betra kannski en tapið sýnist og mér finnst leikirnir okkar við þá hafa verið bara erfiðir og þeir eru ólíkindatól Fylkismennirnir þannig ég bjóst bara við erfiðum leik."

„Hver veit þetta hefði getað orðið erfiður leikur en við mættum bara klárir og með orku og samheldni, menn voru sterkir og einbeittir og það skilaði sér inn á völlinn og skilaði inn mörkum og svo að lokum þessum sigri sem er bara frábært."

Blikar hafa verið á miklu flugi síðan þeir byrjuðu evrópuævintýrið gegn Racing Union í byrjun júlí mánaðar.

„Það eru sennilega margir þættir sem spila inn í það, það virðist vera kominn góður taktur í liðið, komið sjálfstraust í liðið. Evrópukeppnin og allir þessir leikir á þessum stutta tíma hafa þjappað liðinu saman, sterkari bönd milli manna og liðið allt hefur þroskast."

„Það er rétt metið hjá þér það er sennilega töluvert öflugra en það var, ég myndi segja að menn hafa stigið skref í sumar og orðið að meira liði og orðnir að meiri heild, ég held það sé rétt metið hjá þér að það er munur á liðinu frá fyrra hluta tímabils, það er orðið betra, stöðugra og veit meira hvar það stendur og fyrir hvað það stendur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar er spurður út í landsliðsvalið og komandi landsleikjahké.
Athugasemdir
banner
banner