Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 29. ágúst 2021 21:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er stoltur, ánægður og mjög hamingjusamur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur, ánægður og hamingjusamur með frammistöðuna og liðið, með virðinguna sem þeir báru fyrir þessum leik í 90 mínútur, við hættum aldrei og ég er glaður með það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir frábæran 7-0 sigur gegn Fylkismönnum í 19. umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Óskar bjóst kannski ekki við því fyrir leik að vinna 7-0?

„Nei ég bjóst ekki við því og bjóst bara við erfiðum leik, mér finnst Fylkisliðið vera betra kannski en tapið sýnist og mér finnst leikirnir okkar við þá hafa verið bara erfiðir og þeir eru ólíkindatól Fylkismennirnir þannig ég bjóst bara við erfiðum leik."

„Hver veit þetta hefði getað orðið erfiður leikur en við mættum bara klárir og með orku og samheldni, menn voru sterkir og einbeittir og það skilaði sér inn á völlinn og skilaði inn mörkum og svo að lokum þessum sigri sem er bara frábært."

Blikar hafa verið á miklu flugi síðan þeir byrjuðu evrópuævintýrið gegn Racing Union í byrjun júlí mánaðar.

„Það eru sennilega margir þættir sem spila inn í það, það virðist vera kominn góður taktur í liðið, komið sjálfstraust í liðið. Evrópukeppnin og allir þessir leikir á þessum stutta tíma hafa þjappað liðinu saman, sterkari bönd milli manna og liðið allt hefur þroskast."

„Það er rétt metið hjá þér það er sennilega töluvert öflugra en það var, ég myndi segja að menn hafa stigið skref í sumar og orðið að meira liði og orðnir að meiri heild, ég held það sé rétt metið hjá þér að það er munur á liðinu frá fyrra hluta tímabils, það er orðið betra, stöðugra og veit meira hvar það stendur og fyrir hvað það stendur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar er spurður út í landsliðsvalið og komandi landsleikjahké.
Athugasemdir
banner