Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   sun 29. ágúst 2021 21:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Ég er stoltur, ánægður og mjög hamingjusamur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er stoltur, ánægður og hamingjusamur með frammistöðuna og liðið, með virðinguna sem þeir báru fyrir þessum leik í 90 mínútur, við hættum aldrei og ég er glaður með það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir frábæran 7-0 sigur gegn Fylkismönnum í 19. umferð Pepsi-Max deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Breiðablik

Óskar bjóst kannski ekki við því fyrir leik að vinna 7-0?

„Nei ég bjóst ekki við því og bjóst bara við erfiðum leik, mér finnst Fylkisliðið vera betra kannski en tapið sýnist og mér finnst leikirnir okkar við þá hafa verið bara erfiðir og þeir eru ólíkindatól Fylkismennirnir þannig ég bjóst bara við erfiðum leik."

„Hver veit þetta hefði getað orðið erfiður leikur en við mættum bara klárir og með orku og samheldni, menn voru sterkir og einbeittir og það skilaði sér inn á völlinn og skilaði inn mörkum og svo að lokum þessum sigri sem er bara frábært."

Blikar hafa verið á miklu flugi síðan þeir byrjuðu evrópuævintýrið gegn Racing Union í byrjun júlí mánaðar.

„Það eru sennilega margir þættir sem spila inn í það, það virðist vera kominn góður taktur í liðið, komið sjálfstraust í liðið. Evrópukeppnin og allir þessir leikir á þessum stutta tíma hafa þjappað liðinu saman, sterkari bönd milli manna og liðið allt hefur þroskast."

„Það er rétt metið hjá þér það er sennilega töluvert öflugra en það var, ég myndi segja að menn hafa stigið skref í sumar og orðið að meira liði og orðnir að meiri heild, ég held það sé rétt metið hjá þér að það er munur á liðinu frá fyrra hluta tímabils, það er orðið betra, stöðugra og veit meira hvar það stendur og fyrir hvað það stendur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Óskar er spurður út í landsliðsvalið og komandi landsleikjahké.
Athugasemdir