Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 29. ágúst 2021 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Kiddi er með gríðarlega góðan hægri fót
Rúnar Kristins með snertingu, með vinstri reyndar.
Rúnar Kristins með snertingu, með vinstri reyndar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kiddi Jóns.
Kiddi Jóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ofboðslega vel, þetta var frábær leikur, tvö lið sem voru að spila flottan fótbolta, mikill hraði og mikið af færum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigur gegn Leikni á Meistaravöllum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Við urðum að vinna, þeir sigla lygnan sjó og hafa engu að tapa. Þeir biðu með tvo-þrjá menn frammi og gerðu okkur erfitt fyrir. Þetta var ofboðslega skemmtilegur leikur, mjög stressandi en sem betur fer drógum við lengsta hálmstráið í restina. Kristinn kemur inn og klárar þennan leik fyrir okkur á frábæran hátt."

„Það var mikill léttir að klára þetta, mér finnst Leiknisliðið frábært, búið að vera gaman að horfa á það í undanförnum leikjum, með mikið possesion og eru reyna spila skemmtilegan fótbolta. Þeir hafa ekki verið að skora mikið í undanförnum leikjum, búnir að missa sinn markaskorara en skoruðu eitt í dag. Það fór ansi langt með að ná í allavega eitt stig í dag. Við sem betur fer snerum þessu við og sýndum mikinn karakter og vilja."

„Við vorum þreyttir, búið að vera erfitt, vorum í sóttkví í sex daga. Höfum ekkert æft og tveir leikir á fjórum dögum var dálítið mikið fyrir okkur en við komum mjög sterkir út úr því."


Um Kristin Jónsson
Kristinn Jónsson reyndist hetja KR því hann skoraði bæði mörk liðsins. Kiddi kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Nei, það var nú aldrei planið (að setja hann inn á í seinni). Við bjuggumst svo sem við því að Grétar yrði þungur og þreyttur í seinni. Grétar er vanur að leika miðvörð og það eru aðeins minni hlaup. Við tókum eftir því á Skaganum að hann var mjög þreyttur undir lokin. Við áttum ekki von á því að hann myndi klára 90 mínútur í dag og því fínt að Kiddi var kominn til baka."

Kiddi, sem er örvfættur, skoraði bæði mörkin með hægri fæti.

„Hann er með gríðarlega góðan hægri fót og hefur skorað ófá mörkin með honum, bæði í leik og á æfingu. Kristinn er frábær leikmaður, okkur ofboðslega mikilvægur og dýrmætur. Við erum að fá fyrirgjafir frá hægri og hann er mættur inn í sem vinstri bakvörður. Geggjað að sjá hann mæta og á meðan jafnvægið á liðinu er í lagi þá er allt í lagi fyrir hann að fara inn í."

Kemur til greina að hann komi inn á sem varamaður í næsta leik líka?

„Við skulum sjá til. Það eru rúmar tvær vikur í næsta leik."

Rúnar var spurður út í skiptinguna á Stefáni Árna og má sjá svar Rúnars í spilaranum að ofan. Rúnar var einnig spurður út í Theódór Elmar Bjarnason og Hjalta Sigurðsson.

Um toppbaráttuna
Hvernig líst þér á toppbaráttuna fyrir lokaleikina?

„Þetta er spennandi, búið að vera mjög spennandi og mörg lið að berjast þarna uppi. Það eru frábærir leikir framundan, ég veit ekki hvernig hinir leikirnir fóru og við skulum sjá í kvöld hvernig þetta þróast. Manni sýnist Blikarnir vera að sigla þessu heim en þeir eiga náttúrulega eftir að spila við Val. Við þurfum að hafa sem minnst áhyggjur af því, við þurfum að hafa sem mest áhyggjur af okkur sjálfum, reyna halda áfram að sækja einhver stig og sjá hvort það skili okkur einhverju sæti sem við erum sáttir við," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner