Núna rétt í þessu var dregið í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik var á meðal liða sem var í pottinum.
Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, aðstoðaði við að raða niður andstæðingum fyrir Blika.
Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, aðstoðaði við að raða niður andstæðingum fyrir Blika.
Stærsti andstæðingur Blika er Shakhtar Donetsk frá Úkraínu en sá leikur verður á útivelli. Blikar mæta einnig Samsunspor frá Tyrklandi en Logi Tómasson er á meðal leikmanna þar.
Andstæðingar Breiðabliks:
Shamrock Rovers (heima)
Shakhtar Donetsk (úti)
KuPS (heima)
Strasbourg (úti)
Samsunspor (heima)
Lausanne-Sport (úti)
Breiðablik hefði getað mætt liðum eins og Crystal Palace og Fiorentina en það gekk ekki eftir.
Drátturinn í Evrópudeildina í heild
Drátturinn í Sambandsdeildina í heild
Athugasemdir