Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 11:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru andstæðingar Breiðabliks í Sambandsdeildinni
Breiðablik tekur þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Breiðablik tekur þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna rétt í þessu var dregið í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik var á meðal liða sem var í pottinum.

Eden Hazard, fyrrum leikmaður Chelsea og Real Madrid, aðstoðaði við að raða niður andstæðingum fyrir Blika.

Stærsti andstæðingur Blika er Shakhtar Donetsk frá Úkraínu en sá leikur verður á útivelli. Blikar mæta einnig Samsunspor frá Tyrklandi en Logi Tómasson er á meðal leikmanna þar.

Andstæðingar Breiðabliks:
Shamrock Rovers (heima)
Shakhtar Donetsk (úti)
KuPS (heima)
Strasbourg (úti)
Samsunspor (heima)
Lausanne-Sport (úti)

Breiðablik hefði getað mætt liðum eins og Crystal Palace og Fiorentina en það gekk ekki eftir.


Drátturinn í Evrópudeildina í heild

Drátturinn í Sambandsdeildina í heild
Athugasemdir