Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 29. september 2018 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn völdu Patrick, Willum og Þórodd besta
Valsmenn eru Íslandsmeistarar.
Valsmenn eru Íslandsmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag en eftir að henn lauk birti KSÍ verðlaunahafa tímabilsins í deildinni. Leikmenn í deildinni kjósa um verðlaunin.

Valur varð Íslandsmeistari annað árið í röð og eiga meistararnir besta leikmann deildarinnar. Það er daninn Patrick Pedersen sem hreppir þau verðlaun, en hann var jafnframt markahæsti leikmaður deildarinnar.

Efnilegastur var valinn Willum Þór Willumsson en hann nýtti þau tækifæri sem hann fékk í sumar og var frábær í liði Breiðabliks sem endaði í öðru sæti.

Willum er fæddur 1998 og ljóst er að framtíð hans í fótboltanum er heldur betur björt.

Besti dómarinn að mati leikmanna var Þoroddur Hjaltalín. Hann var líka bestur að mati Fótbolta.net. Smelltu hér til að lesa viðtal við hann.

Fótbolti.net mun opinbera val sitt á besta leikmanni og þeim efnilegasta fljótlega.

Smelltu hér til að sjá úrvalslið Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner