Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Þetta er ekki nógu gott
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, viðurkennir að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð er liðið tapaði fyrir Tottenham Hotspur, 3-0, á Old Trafford í dag.

United var að tapa þriðja deildarleiknum á tímabilinu en spekingurinn Gary Neville sagði frammistöðuna þá verstu frá því Ten Hag tók við liðinu fyrir tveimur árum.

Ten Hag var kannski ekki alveg sammála því, en hann sagði að það mætti laga ýmislegt.

„Að fá á sig mark eftir tvær eða þrjár mínútur á þennan hátt hafði áhrif á á trúna. Þetta var algjör óþarfi að leyfa miðverðinum að komast framhjá öllu liðinu hægra megin á vellinum og síðan kemur vængmaðurinn og potar boltanum í netið á fjær. Sömu mistök og við gerðum í miðri viku gegn Twente. Það þarf að stöðva þetta við fæðingu.“

„Frá þessu augnabliki vorum við stressaðir með boltann. Við gátum ekki fundið þríhyrningsspil eða skiptingarnar. Við áttum nokkur góð augnablik, en við bara náðum okkur ekki. Við getum gert betur og þó við gerum svona mistök þá eigum við samt að halda ró.“

„Við fengum færi og augnablik til að komast aftur inn í leikinn. Með Joshua Zirkzee og Alejandri Garnacho, þegar við vorum ellefu inn á vellinum, og síðan fengum við líka augnablik eftir rauða spjaldið.“

„Við fengum færi fyrir hálfleik og í seinni með tíu leikmenn á vellinum. Það hafði klárlega áhrif á leikinn, en mér fannst þetta hins vegar ekki vera rautt spjald.“

„Við verðum fyrst að eiga við þetta og sýna seiglu. Þetta er ekki nógu gott. Við verðum að sætta okkkur við þetta og bæta leik okkar. Nú fer einbeitingin á næsta leik og þar ætlum við að gera betur en við gerðum í dag,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner