Nottingham Forest er í viðræðum við Chris Wood um nýjan samning en þetta kemur fram á The Telegraph.
Wood hefur verið frábær á tímabilinu en hann hefur skorað sjö mörk. Hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Leicester á föstudaignn en hann er í 3-4. sæti ásamt Cole Palmer yfir markahæstu menn í deildinni með sjö mörk.
Þessi 32 ára gamli ný sjálenski framherji gekk til liðs við Forest frá Newcastle fyrir 15 milljónir punda í janúar í fyrra.
Samniingur hans er að renna út eftir tímabilið en samkvæmt Telegraph mun nýji samningurinn gilda til rúmlega tveggja ára.
Athugasemdir