Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   þri 29. október 2024 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2027. Meðfylgjandi er myndbandið sem ÍA gerði í tilefni af tíðindunum.

Viktor kom til ÍA fyrir tímabilið 2019 frá Þrótti Reykjavík, hefur spilað 153 leiki fyrir ÍA og skorað 71 mark.

Viktor var útnefndur leikmaður ársins á lokahófi ÍA sem fram fór um helgina, hann var annar markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í ár og eftir tímabilið valinn í lið mótsins.

Hann var markahæstur í deildinni fyrir tvískiptingu með 16 mörk skoruð og endaði með 18 mörk í lok móts. Í sumarglugganum reyndi uppeldisfélag Viktores, Víkingur, að kaupa hann af ÍA en þeir gulu og svörtu sögðu nei takk.

„Næsta sumar verður tímabil númer sjö á Akranesi hjá Viktori og það gleður okkur að segja frá því að Viktor hyggst flytja með fjölskyldunni sinni upp á Skaga á nýju ári," segir í tilkynningu ÍA.
Athugasemdir
banner
banner