David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   þri 29. október 2024 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2027. Meðfylgjandi er myndbandið sem ÍA gerði í tilefni af tíðindunum.

Viktor kom til ÍA fyrir tímabilið 2019 frá Þrótti Reykjavík, hefur spilað 153 leiki fyrir ÍA og skorað 71 mark.

Viktor var útnefndur leikmaður ársins á lokahófi ÍA sem fram fór um helgina, hann var annar markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í ár og eftir tímabilið valinn í lið mótsins.

Hann var markahæstur í deildinni fyrir tvískiptingu með 16 mörk skoruð og endaði með 18 mörk í lok móts. Í sumarglugganum reyndi uppeldisfélag Viktores, Víkingur, að kaupa hann af ÍA en þeir gulu og svörtu sögðu nei takk.

„Næsta sumar verður tímabil númer sjö á Akranesi hjá Viktori og það gleður okkur að segja frá því að Viktor hyggst flytja með fjölskyldunni sinni upp á Skaga á nýju ári," segir í tilkynningu ÍA.
Athugasemdir
banner