Viktor Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2027. Meðfylgjandi er myndbandið sem ÍA gerði í tilefni af tíðindunum.
Viktor kom til ÍA fyrir tímabilið 2019 frá Þrótti Reykjavík, hefur spilað 153 leiki fyrir ÍA og skorað 71 mark.
Viktor kom til ÍA fyrir tímabilið 2019 frá Þrótti Reykjavík, hefur spilað 153 leiki fyrir ÍA og skorað 71 mark.
Viktor var útnefndur leikmaður ársins á lokahófi ÍA sem fram fór um helgina, hann var annar markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í ár og eftir tímabilið valinn í lið mótsins.
Hann var markahæstur í deildinni fyrir tvískiptingu með 16 mörk skoruð og endaði með 18 mörk í lok móts. Í sumarglugganum reyndi uppeldisfélag Viktores, Víkingur, að kaupa hann af ÍA en þeir gulu og svörtu sögðu nei takk.
„Næsta sumar verður tímabil númer sjö á Akranesi hjá Viktori og það gleður okkur að segja frá því að Viktor hyggst flytja með fjölskyldunni sinni upp á Skaga á nýju ári," segir í tilkynningu ÍA.
Athugasemdir