Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 29. nóvember 2020 15:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Cavani hetja Man Utd - Lagði upp og skoraði tvö
Southampton 2 - 3 Man Utd
1-0 Jan Bednarek ('23)
2-0 James Ward-Prowse ('33)
2-1 Bruno Fernandes ('60)
2-2 Edinson Cavani ('74)
2-3 Edinson Cavani ('93)

Southampton komst í tveggja marka forystu gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jan Bednarek skoraði með skalla eftir hornspyrnu James Ward-Prowse á 23. mínútu, tíu mínútum síðar tvöfladaði Ward-Prowse forystuna með marki beint úr aukaspyrnu. David de Gea hefði líklegast átt að vera spyrnuna en honum tókst ekki að bjarga marki og virtist hann meiðast við atvikið.

Staðan var 2-0 í leikhlé og gerði Ole Gunnar Solskjær tvær skiptingar. Dean Henderson tók stöðu De Gea í markinu og Edinson Cavani kom inn fyrir Mason Greenwood.

Það tók Cavani aðeins stundarfjórðung að setja mark sitt á leikinn. Hann átti þá góða sendingu á Bruno Fernandes sem fékk pláss í vítateignum og skoraði.

Fernandes endurlaunaði greiðann korteri síðar þegar hann lagði óvart upp fyrir Cavani. Cavani náði að setja hausinn í skot Fernandes og stýra knettinum í netið.

Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem úrslitin réðust. Þá var Cavani aftur á ferðinni og aftur skoraði hann með skalla, í þetta sinn eftir fyrirgjöf Marcus Rashford.

Mögnuð endurkoma Man Utd staðreynd og er Cavani hetjan í Manchester í dag. Sigurinn er afar mikilvægur fyrir Rauðu djöflana sem eru með 16 stig eftir 9 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner