Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. nóvember 2021 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo ekki meðal fimm efstu - Salah í sjöunda sæti
Cristiano Ronaldo er í 6. sæti
Cristiano Ronaldo er í 6. sæti
Mynd: Getty Images
Portúgalski leikmaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki staddur í París á sérstakri verðlaunahátíð Ballon d'Or og er ástæða fyrir því en hann er í 6. sæti. Hann hefur unnið verðlaunin fimm sinnum en aðeins Lionel Messi hefur unnið oftar eða sex sinnum.

Ronaldo gerði 36 mörk í 44 leikjum með Juventus á síðustu leiktíð og tókst aðeins að vinna ítalska bikarinn.

Portúgalinn ákvað að vera eftir í Manchester til að undirbúa sig fyrir leik liðsins gegn Chelsea um helgina.

Búið er að birta fimm nöfn á topp tíu listanum en Ronaldo, Kylian Mbappe, Mohamed Salah, Kevin de Bruyne og Gianluigi Donnarumma eru ekki meðal fimm efstu.

Mbappe er í níunda sæti á meðan Salah er í sjöunda sæti. Ronaldo er í sjötta sæti.

Valið stendur því á milli Lionel Messi og Robert Lewandowski en N'golo Kante er í fimmta, Karim Benzema í fjórða og Jorginho í þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner