Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 29. nóvember 2023 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böðvar yfirgefur Trelleborg (Staðfest)
Mynd: Trelleborg
Böðvar Böðvarsson hefur yfirgefið sænska félagið Trelleborg en samningur hans rann út eftir að tímabilinu lauk.

Hann var í tvö ár hjá Trelleborg en áður hafði hann verið í eitt ár hjá Helsingborg. Alls haf því árin verið þrjú í Svíþjóð en hann kom til landsins eftir að hafa spilað með pólska félaginu Jagiellonia.

Böðvar byrjaði 27 af 30 leikjum liðsins á nýliðinni leiktíð eftir að hafa byrjað nítján leiki á fyrra tímabili sínu en missti þá út alls níu leiki.

Trelleborg endaði í fjórða sæti sænsku B-deildarinnar á fyrra tímabilinu og í ár endaði liðið í áttunda sæti.

Hann er uppalinn FH-ingur sem fór frá uppeldisfélaginu eftir tímabilið 2017 og hefur leikið erlendis síðan. Hann er 28 ára vinstri bakvörður sem á að baki fimm A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner