Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, á möguleika á því að vera í heimsliði ársins hjá FIFA. Kosning er hafin á heimasíðu alþjóða fótboltasambandsins.
Glódís er einn besti varnarmaður heims í kvennaflokki og var á dögunum í 22. sæti á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni.
Glódís er einn besti varnarmaður heims í kvennaflokki og var á dögunum í 22. sæti á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni.
FIFA verðlaunahátíðin verður í janúar en búið er að opinbera tilnefningar. Hér að neðan sjáum við hvaða fótboltakonur eru tilnefndar.
Aitana Bonmati, leikmaður Spánar og Barcelona, vann titilinn fótboltakona ársins á síðustu FIFA verðlaunum og hún er aftur tilnefnd í ár. Sextán leikmenn eru tilnefndir til þeirra verðlauna en Glódís er ekki þar á meðal.
Tilnefndar sem besti leikmaður heims í kvennaflokki:
Aitana Bonmati (Spánn/Barcelona)
Barbra Banda (Sambía/Orlando Pride)
Caroline Graham Hansen (Noregur/Barcelona)
Keira Walsh (England/Barcelona)
Khadija Shaw (Jamaíka/Manchester City)
Lauren Hemp (England/Manchester City)
Lindsey Horan (Bandaríkin/Lyon)
Lucy Bronze (England/Chelsea)
Mallory Swanson (Bandaríkin/Chicago Red Stars)
Mariona Caldentey (Spánn/Arsenal)
Naomi Girma (Bandaríkin/San Diego Wave)
Ona Batlle (Spánn/Barcelona)
Salma Paralluelo (Spánn/Barcelona)
Sophia Smith (Bandaríkin/Portland Thorns)
Tabitha Chawinga (Malaví/Lyon)
Trinity Rodman (Bandaríkin/Washington Spirit)
Þjálfari ársins í kvennaflokki:
Arthur Elias (Brasilía)
Elena Sadiku (Celtic)
Emma Hayes (Chelsea/Bandaríkin)
Futoshi Ikeda (Japan)
Gareth Taylor (Manchester City)
Jonatan Giraldez (Barcelona/Washington Spirit)
Sandrine Soubeyrand (Paris FC)
Sonia Bompastor (Lyon/Chelsea)
Markvörður ársins:
Alyssa Naeher (Bandaríkin/Chicago Red Stars)
Ann-Katrin Berger (Þýskaland/Chelsea/NJ/NY Gotham)
Ayaka Yamashita (Japan/Manchester City)
Cata Coll (Spánn/Barcelona)
Mary Earps (England/Manchester United/Paris St-Germain)
Athugasemdir