Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 11:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum fótboltamaður reynir að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands
Arnar Bragi í leik með ÍBV sumarið 2014.
Arnar Bragi í leik með ÍBV sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðastliðinn laugardag voru lögin tíu í Söngvakeppninni gefin út og á meðal þátttakenda er fyrrum fótboltamaðurinn Arnar Bragi Bergsson.

Arnar Bragi er íslenskur en hefur lengst af búið í Svíþjóð. Hann spilaði með ÍBV í Pepsi-deildinni 2013 og 2014 sem og Fylki síðari hluta sumars 2016.

Hann lék þá í Svíþjóð með GAIS, IK Oddevold og Utsikten en hann ólst upp hjá Gautaborg áður en hann kom til Íslands til þess að spila hér á landi.

Hann lagði skóna á hilluna til að einbeita sér að tónlistinni er hann sló í gegn í Idolinu í Svíþjóð árið 2018. Hann komst þar í undanúrslitin.

Hér fyrir neðan má hlusta lagið sem Arnar Bragi mun syngja til að reyna að komast í Eurovision fyrir hönd Íslendinga. Það ber heitið: Stundum Snýst Heimurinn Gegn Þér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner