Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 30. mars 2020 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Giroud var nálægt því að fara frá Chelsea: Var búinn að tala við Conte
Oliver Giroud útilokar ekki að vera áfram hjá Chelsea.
Oliver Giroud útilokar ekki að vera áfram hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn, Oliver Giroud, hefur viðurkennt að hann hafi verið nálægt því að fara frá Chelsea í janúar.

Giroud fékk fá tækifæri í Chelsea liðinu þar til Tammy Abraham meiddist, þá fyrst fóru tækifærin að koma og Giroud hefur nýtt þau nokkuð vel.

„Ég held að allir viti að Inter sýndi mér lang mestan áhuga. Lazio og Tottenham vildu einnig fá mig. Þetta var um tíma bara spurning um hvert ég vildi fara, ég var búinn að tala við Conte í síma," sagði Giroud.

Samningur Giroud við Chelsea rennur út í sumar, Frakkinn útilokar ekki að vera áfram á Stamford Bridge.

„Já auðvitað hef ég áhuga á að vera áfram. Ég á eftir að vera hér í nokkra mánuði í viðbót að minnsta kosti, það er mikið af leikjum eftir og svo erum við einnig að berjast um bikar. Ég held að ég eigi enn tvö til þrjú góð tímabil eftir. Þetta er ekki rétti tímapunkturinn til að fara ræða samningsmál, ég mun taka ákvörðun þegar sá tímapunktur kemur," sagði hinn 33 ára gamli Giroud.
Athugasemdir
banner
banner