Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. mars 2021 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Benzema fer fyrir dóm í október - „Nú lýkur þessu grímuballi
Karim Benzema og Mathieu Valbuena þegar allt lék í lyndi
Karim Benzema og Mathieu Valbuena þegar allt lék í lyndi
Mynd: Getty Images
Dómsmál Mathieu Valbuena gegn Karim Benzema hefst þann 20. október en Benzema staðfestir þetta á Instagram. Hann getur ekki beðið eftir að hreinsa nafn sitt.

Mál Benzema og Valbuena má rekja til ársins 2015 en Benzema átti þá að hafa kúgað Valbuena vegna kynlífsmyndbands.

Í kjölfarið var Benzema rekinn úr landsliðinu og hefur hann ekki verið valinn síðan. Sama á við um Valbuena.

Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur útilokað það að velja Benzema í framtíðinni og það hefur Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, einnig gert.

Mál Valbuena gegn Benzema hefur dregist en málið átti upphaflega að fara fram í sumar. Nú er það hins vegar staðfest að réttarhöldin fara fram 20. - 22. október næstkomandi og fagnar Benzema því.

„Já, loksins. Ég er klár. Nú lýkur þessu grímuballi að elífu," sagði Benzema á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner