Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 30. mars 2023 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort að Jói Kalli verði áfram
Icelandair
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var í dag vikið úr starfi landsliðsþjálfara Íslands.

Í viðtali eftir að ákvörðunin var tekin var Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSí, spurð út í það hvort Jóhannes Karl Guðjónsson myndi áfram gegna stöðu aðstoðarþjálfara liðsins.

„Við tilkynntum teyminu þetta en höfum ekki tekið neina ákvörðun um það," sagði Vanda.

Líklega mun nýr landsliðsþjálfari hafa eitthvað að segja um það hver verður aðstoðarþjálfari en Vanda er spurð út í leitina að nýjum þjálfara í viðtalinu hér fyrir neðan.

Jóhannes Karl var ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins fyrir rúmu ári síðan eftir að Eiður Smári Guðjohnsen, sem var fyrst aðstoðarþjálfari Arnars, var látinn fara. KSÍ nýtti sér þá klásúlu í samningi hans hjá ÍA.

Jói Kalli er 41 árs og lék um árabil sem atvinnumaður. Hann lék í Belgíu, Hollandi, á Spáni og á Englandi. Hans fyrsta starf sem aðalþjálfari var árið 2016 þegar hann tók við HK og var hann hjá ÍA frá árinu 2018. Sem leikmaður lék hann 34 A-landsleiki.
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Athugasemdir
banner
banner