Manchester United heimsækir Athletic Bilbao til Spánar annað kvöld og flugu 26 leikmenn liðsins saman út.
Þar á meðal eru Amad Diallo og Matthijs de Ligt, sem hafa verið fjarverandi vegna meiðsla að undanförnu.
Amad er búinn að vera frá keppni í tæplega þrjá mánuði vegna ökklameiðsla á meðan De Ligt hefur verið fjarverandi í þrjár vikur.
Það eru frábærar fréttir fyrir Rúben Amorim og Manchester United að fá þessa tvo leikmenn aftur til baka, en óljóst er hvort þeir munu koma við sögu í leiknum mikilvæga á útivelli gegn Athletic.
Markverðir: Andre Onana, Altay Bayindir, Tom Heaton.
Varnarmenn: Harry Amass, Matthijs de Ligt, Patrick Chinazaekpere Dorgu, Jonny Evans, Tyler Fredricson, Jaydan Kamason, Victor Lindelof, Harry Maguire, Noussair Mazraoui, Luke Shaw, Leny Yoro.
Miðjumenn: Casemiro, Christian Eriksen, Bruno Fernandes, Sekou Kone, Kobbie Mainoo, Mason Mount, Manuel Ugarte.
Sóknarmenn: Amad Diallo, Bendito Mantato, Alejandro Garnacho, Rasmus Hojlund, Chido Obi.
Athugasemdir