Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. maí 2019 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: FH fyrsta liðið til að vinna ÍA
Lennon skoraði.
Lennon skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skagamenn hafa haft mikla ástæðu til að fagna í sumar. Lítil ástæða til að fagna í dag hins vegar.
Skagamenn hafa haft mikla ástæðu til að fagna í sumar. Lítil ástæða til að fagna í dag hins vegar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 1 ÍA
1-0 Steven Lennon ('72 )
2-0 Jákup Ludvig Thomsen ('81 )
2-1 Jón Gísli Eyland Gíslason ('82 )
Lestu nánar um leikinn

FH er fyrsta liðið til að vinna ÍA í sumar. FH var að slá Skagamenn út úr Mjólkurbikar karla.


Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora snemma í seinni hálfleiknum. Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina fyrir FH og Viktor Jónsson fékk dauðafæri hinum meginn á vellinum. Skalli hans fór þó fram hjá markinu.

Á 72. mínútu skoraði varamaðurinn Steven Lennon fyrsta mark leiksins þegar hann kom FH yfir. Lennon hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils og því lítið spilað. Hann skoraði fyrsta markið í þessum leik.

Innan við tíu mínútum síðar bætti Jákup Thomsen við öðru marki fyrir FH. Tveggja marka forysta FH-inga var þó ekki langlíf þar sem unglingalandsliðsmaðurinn Jón Gísli Eyland Gíslason minnkaði muninn fyrir ÍA í næstu sókn.

Jón Gísli jafnaði næstum því fyrir ÍA þegar hann átti fyrirgjöf sem hann endaði í sláni stuttu síðar.

Fleiri urðu þó mörkin ekki og fyrsta tap ÍA í sumar staðreynd. ÍA er á toppnum í Pepsi Max-deildinni. FH fer áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Í kvöld klárast 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins með tveimur leikjum.

19:15 Þróttur R. - Fylkir (bein textalýsing)
19:15 Breiðablik - HK (bein textalýsing)
Athugasemdir
banner
banner