Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Ísak Andri Sigurgeirsson fór með himinskautum í 5-0 sigri Stjörnunnar gegn FH og er í annað sinn í sumar valinn Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
„Þetta er auðveldasta val sumarsins. Oft á tíðum var eins og Ísak Andri væri að keppa á móti börnum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn í Garðabænum.
„Lék sér að Ástbirni trekk í trekk og einstaklingsgæðin eru svo mikil í þessum dreng að þau leka einfaldlega af honum. 4 af 5 mörkum dagsins eru að miklu leyti honum að þakka. Gæti hafa verið einn af hans seinustu leikjum í Bestu deildinni því að þessi leikmaður gæti spilað á töluvert hærra kaliberi."
Ísak er nítján ára gamall vinstri vængmaður og hefur farið illa með marga varnarmennina í sumar. Talið er tímaspursmál hvenær hann yfirgefur Stjörnuna og fer út í atvinnumennsku.
„Þetta er auðveldasta val sumarsins. Oft á tíðum var eins og Ísak Andri væri að keppa á móti börnum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn í Garðabænum.
„Lék sér að Ástbirni trekk í trekk og einstaklingsgæðin eru svo mikil í þessum dreng að þau leka einfaldlega af honum. 4 af 5 mörkum dagsins eru að miklu leyti honum að þakka. Gæti hafa verið einn af hans seinustu leikjum í Bestu deildinni því að þessi leikmaður gæti spilað á töluvert hærra kaliberi."
Ísak er nítján ára gamall vinstri vængmaður og hefur farið illa með marga varnarmennina í sumar. Talið er tímaspursmál hvenær hann yfirgefur Stjörnuna og fer út í atvinnumennsku.
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 0 FH
„Það er ekkert nýtt að frétta núna en ég veit ekki hvort síminn er byrjaður að hringja eftir þennan leik," sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar við mbl.is um hvort það væri eitthvað að gerast í málum Ísaks.
„Við spiluðum ekki vel gegn Ísaki í dag. Hjálparvörnin var ekki nógu góð og við vísuðum honum þangað sem hann vill fara," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í gær.
„Við lögðum hart að okkur í vikunni og uppskárum eins og við sáðum. Leikurinn var fullkomlega settur upp og þetta var sanngjarn sigur," sagði Ísak sjálfur. Hann var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar og náði að skora fimmta markið sjálfur.
„Ég vildi helvíti mikið skora. Það var geggjað að ná inn marki í endann.
Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum og viðtal við Ísak:
Sterkustu leikmenn:
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir