Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fös 30. júní 2023 08:35
Fótbolti.net
Sterkastur í 13. umferð - Eins og hann væri að keppa gegn börnum
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Ísak fór illa með FH-inga, trekk í trekk.
Ísak fór illa með FH-inga, trekk í trekk.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ísak Andri Sigurgeirsson fór með himinskautum í 5-0 sigri Stjörnunnar gegn FH og er í annað sinn í sumar valinn Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

„Þetta er auðveldasta val sumarsins. Oft á tíðum var eins og Ísak Andri væri að keppa á móti börnum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn í Garðabænum.

„Lék sér að Ástbirni trekk í trekk og einstaklingsgæðin eru svo mikil í þessum dreng að þau leka einfaldlega af honum. 4 af 5 mörkum dagsins eru að miklu leyti honum að þakka. Gæti hafa verið einn af hans seinustu leikjum í Bestu deildinni því að þessi leikmaður gæti spilað á töluvert hærra kaliberi."

Ísak er nítján ára gamall vinstri vængmaður og hefur farið illa með marga varnarmennina í sumar. Talið er tímaspursmál hvenær hann yfirgefur Stjörnuna og fer út í atvinnumennsku.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 FH

„Það er ekk­ert nýtt að frétta núna en ég veit ekki hvort sím­inn er byrjaður að hringja eft­ir þenn­an leik," sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar við mbl.is um hvort það væri eitthvað að gerast í málum Ísaks.

„Við spiluðum ekki vel gegn Ísaki í dag. Hjálparvörnin var ekki nógu góð og við vísuðum honum þangað sem hann vill fara," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í gær.

„Við lögðum hart að okkur í vikunni og uppskárum eins og við sáðum. Leikurinn var fullkomlega settur upp og þetta var sanngjarn sigur," sagði Ísak sjálfur. Hann var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar og náði að skora fimmta markið sjálfur.

„Ég vildi helvíti mikið skora. Það var geggjað að ná inn marki í endann.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum og viðtal við Ísak:Sterkustu leikmenn:
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Ísak Andri: Ég vildi helvíti mikið skora
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner