Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. júní 2023 12:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 12. umferð - Horfði á myndbönd af Hilmari Árna
Ingvar Jónsson (Víkingur)
Ingvar Jónsson er leikmaður umferðarinnar.
Ingvar Jónsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Ingvar Jónsson í toppliði Víkings hefur verið valinn Sterkasti leikmaður 12. umferðar í boði Steypustöðvarinnar, eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni.

Ingvar var valinn besti markvörður umferða 1-11 en Víkingur hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán leikjum í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

„Stjarnan fékk sénsa í stöðunni 0-0 sem Ingvar varði vel og lokaði svo vel í síðari hálfleik þegar Stjarnan var að reyna að minnka muninn," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu um leikinn.

Ingvar mætti í viðtal eftir sigurinn í gær.

„Gríðarlega sáttur, geggjað að halda hreinu aftur en það er orðið svolítið síðan. Tókum marga í röð þarna í byrjun og það er alltaf mjög sætt að halda hreinu." sagði Ingvar.

„Þetta gekk mjög vel í kvöld, ég átti þrjár - fjórar fínar. Undirbúningurinn skilar sér, ég er búin að horfa á fullt af videoum í dag af Hilmari Árna og hvernig hann er að slútta og svona smáatriði hjálpa."

„Við ætlum ekkert að slaka á en slökum ósjálfrátt á og erum aðeins að bjóða hættunni heim en við erum þéttir til baka og mér leið einhvernveginn aldrei illa en við höfum fengið það í bakið áður eins og gerðist um daginn en við höfum líka oft haldið hreinu í sumar þannig við erum öflugir í vörninni."

Sterkustu leikmenn:
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Ingvar Jóns: Erum aðeins að bjóða hættunni heim en erum þéttir til baka
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner