Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 30. júlí 2023 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sam Hewson spáir í 17. umferð Bestu og næstu Evrópuleiki
Sam Hewson.
Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klárast 17. umferð Bestu deildar karla. Umferðin byrjaði 7. júlí þegar Breiðablik vann 5-1 sigur gegn Fylki og hélt svo áfram með 4-0 sigri Stjörnunnar gegn Fram í síðustu viku.

Það eru fjórir leikir eftir í umferðinni en við fengum Sam Hewson, leikmann Þróttar, til að spá í leikina. Hann spáir líka í Evrópuleikina hjá Breiðabliki og KA, sem eru í næstu viku.

KA 0 - 1 HK (16:00 í dag)
KA þarf mögulega að breyta liðinu fyrir Evrópuleikinn og ég held að HK geti nýtt sér það.

Víkingur R. 4 - 0 ÍBV (17:00 í dag)
Leikmenn ÍBV fá ferðaveiki og þeir geta því ekki teflt fram sínu besta liði í leiknum.

Keflavík 1 - 2 FH (19:15 á morgun)
Heimir setur loksins vin minn, Steven Lennon, í byrjunarliðið og hann þakkar fyrir sig með því að skora tvennu.

KR 1 - 3 Valur (19:15 á morgun)
Ég ætla að giska á þetta einfaldlega vegna þess að ég vil ekki að KR vinni leikinn.

FC Kaupmannahöfn 2 - 1 Breiðablik (18:00 á miðvikudaginn)
Orri Steinn skorar gegn pabba sínum og Breiðablik fellur úr leik.

Dundalk 1 - 1 KA (18:45 á fimmtudaginn)
KA fer áfram og vinur minn Rodrigo Gomes skorar gegn Dundalk alveg eins og ég gerði fyrir mörgum árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner