Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Elska Þrótt út af lífinu og það yrði mjög erfið ákvörðun að fara frá þeim"
Lengjudeildin
Fæddur 2004, uppalinn Þróttari og er að eiga annað mjög gott tímabil með liðinu eftir frábært tímabil í fyrra.
Fæddur 2004, uppalinn Þróttari og er að eiga annað mjög gott tímabil með liðinu eftir frábært tímabil í fyrra.
Mynd: Jón Margeir Þórisson
Danska félagið Hobro hefur sýnt honum mikinn áhuga.
Danska félagið Hobro hefur sýnt honum mikinn áhuga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Kristjánsson skoraði annað af mörkum Þróttar í sigrinum gegn Fylki í Lengjudeildinni í gær. Kári missti af síðasta leik á undan þar sem hann var í Danmörku við æfingar hjá Hobro sem er í næstefstu deild þar í landi.

Kári ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst.

„Þeir vildu aðeins fá að sjá mig og ég aðeins að sjá þá. Lengjudeildin er svolítið óskrifað blað fyrir þeim, þau langaði að sjá levelið á mér. Þessi vika gékk bara mjög vel en svo hættir þjálfarinn reyndar á sunnudaginn, þannig að þetta er búið að vera smá kaos. Við sjáum bara hvað gerist," sagði Kári.

„Það var ekkert svar hvort það yrði núna, eftir tímabilið eða hvenær. Þeim langaði að sjá mig og mig langaði að sjá umhverfið þeirra. Það kom svo óvænt upp að þjálfarinn hætti, þannig ég veit ekki alveg hverju það breytir. Það er náttúrulega ekkert hann sem kaupir leikmennina, en það situr samt smá strik í reikinginn að þjálfarinn sem ég var hjá sé farinn."

„Ég elska að vera í Þrótti, þetta er félagið mitt og við erum í hörku baráttu um að fara upp. Ég sé ekki af hverju ég á ekki að klára tímabilið hér og koma þessu liði upp í Bestu deildina eins og draumurinn hefur verið hjá okkur öllum ungu Þróttarastrákunum í mörg ár. Við erum gíraðir í það, sjö úrslitaleikir eftir."


Hvort myndi Kári velja, fara út í atvinnumennsku eða fara upp með Þrótti?

„Það er erfitt að svara því núna, ég þarf að meta það ef eitthvað kemur upp. Ég er blóðheitur Þróttari eins og allir vita, þetta er fjölskyldan mín hérna; fólkið, þjálfararnir, yngri flokkarnir. Það yrði mjög erfið ákvörðun að fara frá Þrótti."

„Ég þarf að sjá aðeins hvað hentar mér best, þarf aðeins að hugsa um mig ef ég þarf að taka þessa ákvörðun. Ég elska Þrótt út af lífinu og það yrði mjög erfið ákvörðun að fara frá þeim, ég þarf bara að sjá,"
sagði Kári.

Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 15 9 5 1 27 - 12 +15 32
2.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 15 7 4 4 34 - 24 +10 25
7.    Völsungur 15 5 3 7 25 - 31 -6 18
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 15 4 1 10 15 - 30 -15 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 15 2 5 8 22 - 36 -14 11
12.    Leiknir R. 15 2 4 9 13 - 31 -18 10
Athugasemdir
banner