Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. ágúst 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn: Jói Berg og Alfreð ekki með
Birkir Már og Rúrik ekki valdir
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með.
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Moldóvu á Laugardalsvelli laugardaginn 7. september og Albaníu ytra þriðjudaginn 10. september í undankeppni EM.

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leik með Burnley gegn Wolves um síðustu helgi en hann verður fjarri góðu gamni næstu þrjár til fjórar vikurnar og nær ekki landsleikjunum. Alfreð Finnbogason er einnig fjarverandi en hann er nýbyrjaður að æfa eftir meiðsli.

„Alfreð er að verða betri og spilaði í síðasta leik. Ég ræddi við hann og við vorum sammála um að það væri betra fyrir hann að æfa með félagsliði sínu og spila æfingaleik þar til að komast aftur 100% til baka," sagði Hamren.

Birkir Már Sævarsson, sem á 90 landsleiki að baki, er ekki í hópnum en hann kom ekki við sögu í leikjunum í júní. „Ég sé aðra leikmenn á undan honum," sagði Hamren um Birki Má. Rúrik Gíslason dettur einnig út úr hópnum.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, hefur verið frá keppni undanfarnar tvær vikur en hann er í hópnum og vonir standa til að hann nái leikjunum tveimur.

„Við ætlum okkur sex stig. Við berum virðingu fyrir báðum andstæðingum og byrjum fyrst á að einbeita okkur að Moldavíu," sagði Hamren um leikina sem eru framundan.

Smelltu hér til að kaupa miða á Moldavíu leikinn

Markverðir
Hannes Halldórsson (Valur)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Kári Árnason (Víkingur R.)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Sverrir Ingi Ingason (PAOK)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Ari Freyr Skúlason (Oostende)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)

Miðjumenn
Rúnar Már Sigurjónsson (Astana)
Birkir Bjarnason (Án félags)
Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt)
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
Emil Hallfreðsson (Án félags)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)

Framherjar
Jón Daði Böðvarsson (Millwall)
Viðar Örn Kjartansson (Rubin Kazan)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (AIK)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner