Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Valskonur misstigu sig - Breiðablik á toppinn
Samantha Rose Smith
Samantha Rose Smith
Mynd: Breiðablik

Breiðablik er komið á toppinn í Bestu deild kvenna eftir öruggan sigur á Víkingi í kvöld.


Úrslitakeppnin er farin af stað en titilbaráttan er gríðarlega spennandi. Valur var með eins stigs forystu á Breiðablik fyrir leiki kvöldsins.

Breiðablik fór ansi illa með Víking þar sem Samantha Rose Smith fór hamförum. Skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú en hún byrjar ansi sterkt með liðinu eftir að hafa mætt í Kópavoginn frá FHL í sumarglugganum.

Á sama tíma misstigu Valskonur sig gegn Þrótti á heimavelli.

Valur var með þónokkra yfirburði í upphafi leiks og það skilaði sér þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði og kom liðinu yfir. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir jafnaði metin þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Valskonur voru manni fleiri frá 75. mínútu þegar Sæunn Björnsdóttir fékk sitt annað gula spjald en þeim tókst ekki að nýta liðsmuninn og eru Blikar því komnir á toppinn.

Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
1-0 Samantha Rose Smith ('8 )
2-0 Samantha Rose Smith ('33 )
3-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('55 )
4-0 Agla María Albertsdóttir ('64 )
Lestu um leikinn

Valur 1 - 1 Þróttur R.
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('31 )
1-1 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('68 )
Rautt spjald: Sæunn Björnsdóttir, Þróttur R. ('75) Lestu um leikinn


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner