Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Fram sigraði Akureyri í uppbótartíma
Kvenaboltinn
Alda kom Fram yfir snemma leiks.
Alda kom Fram yfir snemma leiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle var lífleg í dag og gerði dýrmætt sigurmark fyrir Fram.
Murielle var lífleg í dag og gerði dýrmætt sigurmark fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 1 - 2 Fram
0-1 Alda Ólafsdóttir ('3)
1-1 Agnes Birta Stefánsdóttir ('11)
1-2 Murielle Tiernan ('93)

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Fram

Þór/KA tók á móti Fram í seinni leik dagsins í Bestu deild kvenna og fór hann fjörlega af stað. Alda Ólafsdóttir kom Fram yfir strax á þriðju mínútu eftir atgang í vítateignum í kjölfar hornspyrnu.

Þór/KA jafnaði metin með öðru marki eftir hornspyrnu á elleftu mínútu. Í þetta sinn skallaði Agnes Birta Stefánsdóttir boltann í netið beint eftir hornspyrnuna.

Bæði lið áttu góð færi í fyrri hálfleiknum en boltinn rataði ekki aftur í netið. Þór/KA fékk fleiri færi en Fram komst næst því að skora þegar Hulda Björg Hannesdóttir bjargaði á marklínu.

Staðan var jöfn í hálfleik og var síðari hálfleikurinn fjörugur en hvorugu liði tókst að skora fyrr en í uppbótartíma, þegar allt stefndi í jafntefli.

Þór/KA var meira í sókn en Fram fékk einnig hættuleg færi og var það Murielle Tiernan, sem hafði verið mjög lífleg í leiknum, sem skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum.

Murielle skoraði eftir laglegt einstaklingsframtak á 93. mínútu til að stela stigunum þremur á Akureyri.

Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir Fram sem er í harðri baráttu um sæti í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu.

Fram hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir daginn í dag.

Þór/KA situr áfram í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 15 umferðir, þremur stigum fyrir ofan Fram sem er enn í neðri hlutanum.

   30.08.2025 16:14
Besta deild kvenna: Öruggt hjá Stjörnunni

Athugasemdir
banner