Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjólfur tekur sæti Arons Einars í landsliðshópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið kallaður upp í íslenska landsliðshópinn í staðinn fyrir Aron Einar Gunnarsson sem þurfti að draga sig úr hóp vegna meiðsla.

Landsliðsfyrirliðinn verður því ekki með Strákunum okkar í komandi leikjum við Aserbaídsjan og Frakkland í undankeppni fyrir HM 2026.

Það verður áhugavert að fylgjast með Brynjólfi sem hefur hingað til skorað eitt mark í tveimur A-landsleikjum. Hann hefur verið í miklu stuði á upphafi tímabils í hollenska boltanum og er markahæstur í efstu deild þar með fimm mörk eftir fjórar umferðir.

Strákarnir okkar taka á móti Aserbaídsjan á Laugardalsvelli næsta föstudag áður en þeir heimsækja franska landsliðið á Parc des Princes í París, þriðjudaginn 9. september.

Það vakti athygli þegar Brynjólfur var ekki valinn í upprunalegan landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar. Það vekur einnig athygli að Arnar kjósi nú að kalla upp sóknarmann þegar varnarmaður meiðist.

   27.08.2025 13:10
Landsliðshópurinn: Daníel Tristan ásamt bróður sínum í hópnum

Athugasemdir
banner