Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Sædís Rún áfram - Ísabella tapaði
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Rosengård/Urzula Striner
Síðustu leikjum dagsins er að ljúka í forkeppni fyrir Meistaradeild kvenna. Áhugaverð úrslit hafa litið dagsins ljós í leikjum kvöldsins.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn af bekknum í flottum sigri hjá Vålerenga gegn Slavia Prag. Vålerenga vann leikinn með fjögurra marka mun til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Ísabella Sara Tryggvadóttir kom einnig inn af bekknum þegar Rosengård mætti til leiks gegn OH Leuven frá Belgíu. Rosengård lenti þremur mörkum undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn aftur niður í eitt mark áður en Ísabellu var skipt inn á 74. mínútu.

Henni tókst þó ekki að hafa áhrif á úrslit leiksins, þar sem lokatölur urðu 3-2 fyrir OH Leuven. Ísabella og stöllur eru því úr leik.

Manchester United tryggði sig í riðlakeppnina með naumum sigri gegn Hammarby, þar sem hin norska Elisabeth Terland skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning frá Melvine Malard.

GKS Katowice er einnig komið í riðlakeppnina ásamt Ferencvaros. Fortuna Hjörring er þessa stundina að spila lokaleik kvöldsins gegn Young Boys frá Sviss og leiðir danska liðið 1-0 þegar stundarfjórðungur er eftir af venjulegum leiktíma.

   30.08.2025 17:29
Meistaradeild kvenna: Guðrún réði úrslitum með sjálfsmarki

Athugasemdir
banner
banner