Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 30. september 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Annað minniháttar bakslag hjá Calvert-Lewin
Sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin hjá Everton hefur hlotið annað minniháttar bakslag í endurkomu sinni af meiðslalistanum.

Calvert-Lewin hóf tímabilið með þann draum að vinna sér inn sæti í HM leikmannahópi Englands en nú er ákaflega lítill möguleiki á að það verði að veruleika.

Hann mun í fyrsta lagi snúa aftur í úrvalsdeildarleik þegar Everton mætir Manchester United þann 9. október.

Everton vonaðist til að Calvert-Lewin gæti spilað gegn West Ham þann 18. september en þá kom upp bakslag. Nú var vonast til þess að hann myndi snúa aftur gegn Southampton um helgina en svo verður ekki.

Frank Lampard segir að engin áhætta sé tekin varðandi leikmanninn, unnið sé náið með læknaliðinu og passað upp á það að hann snúi ekki of snemma aftur til baka.

„Tímabilið er langt og við þurfum að sýna skynsemi. Dominic leit svo vel út í æfingaferð okkar til Bandaríkjanna en meiddist svo gegn Chelsea. Ég vil að hann komist aftur á það stig þar sem hann var algjör vél," segir Lampard.

Leikur Southampton og Everton er klukkan 14 á morgun. Liðin eru bæði með 7 stig í 12. og 13. sæti
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner