Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 29. september 2023 17:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins fær ekki nýjan samning og hættir hjá KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur tilkynnt að Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla, muni láta af störfum sem þjálfari liðsins að tímabilinu lokun.

Samningur Rúnars við KR rennur út um mánaðamót og var ákvörðun knattspyrnudeildar að framlengja ekki samninginn við Rúnar.

KR er í 6. sæti Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og vonir um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eru úr sögunni.

Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu og mun Rúnar stýra KR í þeim leikjum.

Rúnar hefur stýrt liðinu síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang.

Úr tilkynningu KR
„Rúnar hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið, innan vallar sem utan, og vandfundnir eru vandaðri menn."

„Knattspyrnudeild KR vill fyrir hönd allra KR-inga þakka Rúnari kærlega fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar í leik og starfi.“

f.h. stjórnar Knattspyrnudeildar KR
Páll Kristjánsson, formaður.

Athugasemdir
banner
banner
banner