Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   fös 30. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Lampard hvíldi Thiago Silva - Með um helgina
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að varnarmaðurinn reyndi Thiago Silva verði með liðinu gegn Burnley á morgun.

Hinn 36 ára gamli Thiago fór ekki með Chelsea til Rússlands í leikinn gegn Krasnodar í fyrradag.

„Thiago er heill. Hann hefði getað spilað en við þurftum að skoða hvað er framundan," sagði Lampard.

„Ég er að passa upp á að við náum því besta út úr honum þegar við komumi inn í lokakafla tímabilsins."

Thiago kom frítt til Chelsea frá PSG í sumar.
Athugasemdir
banner
banner