Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 30. október 2024 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Opnar sig með erfiðleika síðasta sumars - „Ég harðneitaði alltaf fyrir það"
'Ég hefði átt að vera löngu búinn að átta mig á því og grípa í taumana'
'Ég hefði átt að vera löngu búinn að átta mig á því og grípa í taumana'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Svo þegar við fórum að æfa aftur þá kom upp hungur, hungur að sýna að þetta væri ekki viðmiðið sem ég sætti mig við, vildi sýna að ég gæti mikið betur'
'Svo þegar við fórum að æfa aftur þá kom upp hungur, hungur að sýna að þetta væri ekki viðmiðið sem ég sætti mig við, vildi sýna að ég gæti mikið betur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullvissaði Anton um að hann yrði áfram aðalmarkvörður liðsins.
Fullvissaði Anton um að hann yrði áfram aðalmarkvörður liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmaðurinn svaraði fyrir sig á þessu tímabili - Orri Hlöðversson afhenti Antoni gullhanskann á sunnudaginn.
Markmaðurinn svaraði fyrir sig á þessu tímabili - Orri Hlöðversson afhenti Antoni gullhanskann á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarleikur Breiðabliks árið 2023 var ekki upp á marga fiska. Liðið fékk á sig mörg mörk og aftast átti Anton Ari Einarsson í markinu erfitt uppdráttar. Í Bestu deildinni fékk liðið á sig 22 fleiri mörk en árið áður. Liðið varð Íslandsmeistari 2022 en endaði í 4. sæti 2023.

Fótbolti.net ræddi við Anton og viðurkenndi markmaðurinn að hann hafi verið svekktur með síðasta tímabil.

„Ég var svekktur með sjálfan mig. Frammistaðan hjá mér var oft á tíðum ekki nægilega góð, mér leið ekki vel," segir Anton Ari sem þegar hann horfir til baka sér ástæðu fyrir því að honum gekk ekki betur.

„Við kærastan eignuðumst tvíbura árið 2022, áttum eitt barn fyrir. Árið í fyrra var ótrúlega krefjandi, þeir komnir meira af stað heldur en árið á undan, þetta var orðinn meiri hasar. Þegar guttinn fór í frí í leikskólanum var þétt spilað, mikið álag og ég fattaði eftir tímabilið að það var búið að vera of mikið um að vera í lífinu fyrir utan boltann."
   10.08.2023 15:43
Hefur verið skotspónn Blikana - „Er að gera mjög skrítin mistök“

Markmaðurinn lenti í holu á síðasta tímabili, átti nokkuð marga leiki á kafla þar sem hann var ekki upp á sitt besta.

„Óskar og fleiri voru búnir að tékka á mér og spyrja hvort ég hefði það ekki gott heima fyrir, hvort það væri að hafa áhrif. Ég harðneitaði alltaf fyrir það. Þegar tímabilið var búið, komið frí og við konan náðum að fara í frí saman, þá síaðist það inn að þetta var búin að vera þeytivinda af of miklu bulli og álagi. Ég hefði átt að vera löngu búinn að átta mig á því og grípa í taumana. Ég áttaði á mig að ég væri búin að vera gera of mikið og hefði ekki verið að gera sjálfum mér neinn greiða."

„Svo þegar við fórum að æfa aftur þá kom upp hungur, hungur að sýna að þetta væri ekki viðmiðið sem ég sætti mig við, vildi sýna að ég gæti mikið betur."

   18.08.2023 10:05
Anton Ari snýr aftur í næsta leik - „Hann á skilið virðingu"

Þurfti þá ekki að efast lengur
Varstu stressaður að Blikarnir myndu leita annað að aðalmarkmanni?

„Ég spáði alveg í því hvort það væri staðan. Ég fór og hitti á Dóra og Eyjó í fríinu til að fara yfir stöðuna. Við fórum yfir tímabilið, af hverju það hefði verið svona og hvað þyrfti að gera til að breyta því. Þá fullvissuðu þeir mig um að ég yrði áfram í Blikunum og það væri enginn annar að koma inn. Þá þurfti ég ekkert að efast lengur, allur vafi úr sögunni."

„Það var ótrúlega gott að fá það traust og mikilvægt. Það voru einhverjar sögur í gangi og gott að þetta var tekið fyrir og maður þyrfti ekki að spá meira í þessu."


Erlendur markvörður á æfingu
Talandi um sögur, á meðan riðlakeppni Sambandsdeildarinnar var i gangi síðasta vetur fékk Breiðablik erlendan markvörð á æfingu hjá sér. Það vakti nokkuð mikla athygli og eftir brasið á Antoni töldu margir að Blikar ætluðu sér að ná í nýjan markvörð.
   30.11.2023 09:49
Ætlar Breiðablik að finna nýjan aðalmarkvörð?

„Dóri lét mig vita af fyrra bragði af þessu og ég spurði hann svo aftur til að ganga úr skugga um hver staðan væri. Markvörðurinn var hér á landi, man þetta ekki nákvæmlega, en það varð ekkert mál svo sem."

Áherslubreytingar milli tímabila
Var tekinn fundur með liðinu í heild eða varnarmönnum fyrir þetta tímabil til að laga varnarleikinn?

„Það urðu einhverjar áherslubreytingar í Sambandsdeildinni, en erfitt að gera strax miklar breytingar. Það var ýmsum atriðum breytt, hlutir eins og hver eltir hvern og hvenær. Smáatriði sem geta skipt sköpum í varnarleik, engin breyting á leikkerfi þannig séð," segir Anton.
Athugasemdir
banner