Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   þri 30. nóvember 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Meiðslaáföll dynja á Watford - „Við verðum að halda áfram"
Ismaila Sarr, vængmaður Watford, verður frá í mánuð að minnsta kosti vegna meiðsla á hné. Þessi 23 ára leikmaður meiddist í 4-1 sigrinum gegn Manchester United þann 20. nóvember.

Nú er útlit fyrir að senegalski landsliðsmaðurinn missi af allri jólatörninni og mögulegt er að meiðslin hafi áhrif á þátttöku hans í Afríkukeppninni sem verður 9. janúar til 6. febrúar.

„Auðvitað er erfitt að kyngja þessu. En ég er með góða leikmenn. Ég veit að Sarr er okkur mikilvægur en við verðum að halda áfram," segir Claudio Ranieri, stjóri Watford.

Þetta er ekki eina áfallið sem hefur dunið á Ranieri og hans liði en markvörðurinn Ben Foster verður einnig frá fram í janúar. Hann missti af tapinu gegn Leicester á sunnudaginn vegna nárameiðsla.

Þá meiddist miðvörðurinn Nicolas Nkoulou aftan í læri í lok leiksins gegn United.

Watford tekur á móti toppliði Chelsea annað kvöld. Sóknarmaðurinn Emmanuel Dennis er tæpur fyrir leikinn eftir að hafa orðið fyrir meiðslum gegn Leicester.

Watford er í sextánda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir