Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 22:30
Atli Arason
Heimild: Manchester United 
Sir Alex Ferguson nefnir sinn besta fyrirliða hjá Manchester United
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson hefur nefnt besta fyrirliða sem leikið hefur undir stjórn hans á 26 ára stjórnartíð þess skoska hjá Manchester United.

Ferguson hafði fjöldann allan af flottum fyrirliðum á sinni tíð hjá United. Nemanja Vidic, Eric Cantona, Gary Neville, Steve Bruce og Roy Keane lyftu allir englandsmeistaratitlinum undir stjórn Alex Ferguson, svona til að nefna einhverja.

Sá besti til lyfta englandsmeistaratitlinum, að mati Ferguson, var þó Bryan Robson. Robson var fyrsti fyrirliði til að lyfta titlinum á tíma Ferguson hjá United sem átti þó eftir að vinna úrvalsdeildina 13 sinnum, á árunum 1986-2013.

„Hann er eini fyrirliðinn sem ég þekkti sem myndi taka ákvarðanir inn á vellinum. Hann þurfti aldrei að horfa yfir til mín fyrir ráðgjöf. Það var óeðlilegt, en hann hafði hreðjarnar til þess,“ sagði Ferguson um Robson.

Þetta sagði Ferguson við vefsíðu Manchester United á dögunum þegar félagið var að kynna nýja heimildarmynd um Bryan Robson.

Bryan Robson var keyptur til Manchester United árið 1981 fyrir 1,5 milljón punda, sem var á þeim tíma metfé í breskum fótbolta. Robson var síðar fyrirliði United en hann hélt bandinu í 12 ár, frá 1982 til 1994. Enginn hefur fyrr eða síðar verið jafn lengi fyrirliði hjá Manchester United

„Leikmennirnir elskuðu hann. Það getur verið erfitt að vera fyrirliði. Þú þarft að vera hreinskilinn og hann gat stundum verið svolítið hvass við aðra leikmenn en þeir elskuðu hann samt,“ sagði Ferguson.

Bryan Robson átti svo síðar eftir að verða knattspyrnustjóri sjálfur en hann stýrði meðal annars Middlesbrough, West Bromwich Albion, Sheffiled United og landsliði Tælands á sínum ferli sem knattspyrnustjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner