Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   þri 30. desember 2025 16:00
Kári Snorrason
Fékk mjög góða tilfinningu fyrir Hilmari Árna eftir öðruvísi hlaðvarpsviðtal
Hilmar Árni er annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins Berjast. Þar er rætt við þjálfara úr hinum ýmsu íþróttagreinum og farið í dýptina á þjálfarafræðum.
Hilmar Árni er annar þáttastjórnandi hlaðvarpsins Berjast. Þar er rætt við þjálfara úr hinum ýmsu íþróttagreinum og farið í dýptina á þjálfarafræðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann sér fótbolta á svipaðan hátt og ég. Það eru kannski ekki margir á landinu sem gera það.“
„Hann sér fótbolta á svipaðan hátt og ég. Það eru kannski ekki margir á landinu sem gera það.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson var á dögunum kynntur sem nýr aðstoðarþjálfari KR þar sem hann verður hægri hönd Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Hilmar Árni er 33 ára og var um árabil einn besti leikmaður efstu deildar þegar hann lék með Stjörnunni. Hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári og tók við hlutverki sem þjálfari yngri flokka Stjörnunnar en hefur einnig komið að leikgreiningu ásamt vinnu í kringum andleg málefni hjá yngri flokkunum.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, um tilkomu Hilmars Árna inn í teymið.

„Ég er búinn að fylgjast mikið með Hilmari Árna og fengið að kynnast gæðum hans sem leikmanni. Ég kynntist honum aðeins þegar ég fór í viðtal hjá honum í hlaðvarpi sem hann og Arnar Guðjónsson eru með (Berjast). Sem er aðeins öðruvísi hlaðvarp, frábrugðið þessum klassísku fótboltahlaðvörpum. Í því samtali fékk ég mjög góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Óskar.

Theodór Elmar Bjarnason var aðstoðarþjálfari liðsins en hætti eftir tímabilið í ár.

„Þegar Emmi hætti þá fórum við að skoða hvaða menn passa inn í þetta starf. Eftir að hafa rætt við hann einu sinni var ég algjörlega sannfærður um að hann væri frábær kostur í þetta starf. Hann sér fótbolta á svipaðan hátt og ég, það eru kannski ekki margir á landinu sem gera það. Það er auðvitað mikilvægt að menn séu á sömu línu.“

Hann kemur inn með svo margt, hann er frábær manneskja, með meistaragráðu í heimspeki. Hann spáir mikið í hvernig maður byggir góðan kúltúr í félagi og mun koma að því að hjálpa þjálfurum að byggja upp góðan kúltúr í yngri flokkum.

Hann er klár og sér fótbolta á mjög skemmtilegan hátt. Þó við séum á sömu línu, þá sér hann aðra hluti en ég sé. Fyrstu kynni eru frábær, við erum byrjaðir að vinna saman. Ég held að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir KR að fá hann inn.“


Hér fyrir neðan má nálgast hlaðvarpsþáttinn Berjast sem Óskar mætti í. Þátturinn er í umsjón Hilmars Árna og körfuboltaþjálfarans Arnars Guðjónssonar, sem er jafnframt bróðir Helga Guðjónssonar leikmanns Víkings.


Athugasemdir
banner
banner
banner