Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Inn í þjálfaraherberginu hjá KR verði farið djúpt í málin"
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson.
Mynd: KR
Hilmar Árni Halldórsson var á dögunum kynntur sem nýr aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá KR.

Hilmar Árni er 33 ára og er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti. Hann var í mörg ár einn besti leikmaður efstu deildar þegar hann lék með Stjörnunni.

Hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári og tók við hlutverki sem þjálfari yngri flokka Stjörnunnar en hefur einnig komið að leikgreiningu og komið að vinnu í kringum andleg málefni hjá yngri flokkunum.

„Eins og við vitum er Hilmar Árni mjög djúpur í sínum pælingum. Hann er mikill hugsuður þegar kemur að fótbolta. Ég held að inn í þjálfaraherberginu hjá KR verði farið djúpt í málin," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar rætt var um ráðninguna.

„Mér finnst þetta mjög áhugavert og miðað við orðið sem fer af Hilmari Árna þá ætti þetta að vera mikill fengur," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Hilmar Árni lenti í meiðslum fyrir nokkrum árum og fór þá í leikgreiningu fyrir Stjörnuna. Svo fór þjálfaraboltinn að rúlla.

„Eru ekki allar líkur á því að innan fimm ára muni hann taka við meistaraflokksliði?" sagði Tómas Þór og tók Elvar undir það. „Bara pottþétt."
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Athugasemdir
banner
banner