Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Honda til Botafogo (Staðfest) - Bað um brynvarinn bíl
Mynd: Getty Images
Japaninn skrautlegi Keisuke Honda er búinn að skrifa undir samning við brasilíska félagið Botafogo.

Samningsviðræður milli félagsins og Honda drógust á langinn af ýmsum ástæðum og greindi brasilíski miðillinn UOL frá nokkrum þeirra. Beiðni Honda um að fá brynvarinn bíl við komu sína til landsins vakti sérstaka athygli, hann ætlar ekki að vanmeta hætturnar sem leynast á götum Rio de Janeiro.

Honda er 33 ára miðjumaður sem gerði garðinn frægan með CSKA Moskvu, AC Milan og japanska landsliðinu. Hann hefur verið yfirlandsliðsþjálfari hjá Kambódíu síðustu 18 mánuði við góðan orðstír en þjálfarateymi hans mun sinna stærstum hluta starfsins meðan hann leikur í brasilíska boltanum.

Honda vildi komast aftur í atvinnumennsku síðasta sumar en gekk ekki að finna sér félag. Hann ákvað því að koma sér á framfæri með að birta færslur á Twitter þar sem hann sendi skilaboð meðal annars til Manchester United og AC Milan, en ekkert varð úr því.




Athugasemdir
banner
banner
banner