Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   þri 31. janúar 2023 09:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal greiðir Chelsea 12 milljónir punda - „Here we go!"
Mynd: EPA
Arsenal er að kaupa ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea.

Samkomulag er í höfn og segir ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano að Arsenal greiði Chelsea 12 milljónir punda fyrri leikmanninn. Romano notar „here we go!" við færslu sína sem gefur til kynna að allt sé frágengið.

Jorginho skrifar undir eins og hálfs árs samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Samningur Jorginho, sem er 31 árs, við Chelsea átti að renna út í sumar. Hann hefur verið hjá félaginu síðan sumarið 2018 þegar hann var keyptur frá Napoli.

Arsenal ætlaði sér að fá Moises Caicedo frá Brighton en þar sem Brighton haggaðist ekki þrátt fyrir 70 milljóna punda tilboð þá sneri Arsenal að öðrum kosti.


Athugasemdir
banner
banner