Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Newcastle 90 mínútum frá langþráðum úrslitaleik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það eru tveir leikir á dagskrá í enskum bikarkeppnum í kvöld þar sem Newcastle tekur á móti Southampton í undanúrslitum deildabikarsins.


Newcastle leiðir með eins marks forystu eftir 0-1 sigur á St. Mary's Stadium en í kvöld mætast liðin á St. James' Park.

Hægt er að búast við spennandi rimmu þar sem gestirnir frá Southampton munu mæta grimmir til norðurhluta Englands þó þeir eigi ansi erfitt verkefni fyrir höndum sér.

Takist Newcastle að sigra verður þetta fyrsti bikarúrslitaleikur sem liðið keppir í síðan 2006 og fyrsti úrslitaleikur í enskri bikarkeppni síðan 1999.

Á svipuðum tíma fer af stað viðureign í enska FA bikarnum þar sem Championship liðin Birmingham og Blackburn þurfa að endurspila viðureign sína úr 32-liða úrslitunum.

Sigurvegarinn heimsækir Leicester í 16-liða úrslitum.

Viaplay er með sýningarréttinn á deildabikarnum og Stöð 2 Sport á FA bikarnum.

Deildabikarinn:
20:00 Newcastle - Southampton (1-0)

FA bikarinn:
19:45 Birmingham - Blackburn (2-2)


Athugasemdir
banner
banner
banner