Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   þri 31. janúar 2023 12:07
Elvar Geir Magnússon
Konate frá í tvær til þrjár vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vandræðin í leikmannahópi Liverpool aukast en varnarmaðurinn Ibrahima Konate verður frá í tvær til þrjár vikur.

Hann er meiddur aftan í læri og óvíst hvort hann geti tekið þátt í fyrri viðureigninni gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

The Athletic segir að þetta auki líkurnar á því að Nat Phillips verði áfram hjá Liverpool út þetta tímabil.

Konate er 23 ára miðvörður sem hefur verið mikið á meiðslalistanum á þessu tímabili. Hann hóf tímabilið meiddur á hné.

Konate hefur aðeins spilað fimm úrvalsdeildarleiki á tímabilinu.

Liverpool hefur verið í ströggli á þessu tímabili og er um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner