Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   þri 31. janúar 2023 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd hafnaði öðru heimsmetstilboði frá Arsenal
Alessia Russo.
Alessia Russo.
Mynd: Getty Images
Manchester United var að hafna öðru tilboði frá Arsenal í ensku landsliðskonuna Alessia Russo.

Arsenal er að leita að sóknarmanni vegna meiðsla Beth Mead og Vivianne Miedema. Þær eru tvær af bestu leikmönnum í heimi og erfitt að fylla í þeirra skarð.

Arsenal hefur verið að eltast við Eyjakonuna Cloe Lacasse í þessum félagaskiptaglugga en Benfica, félag hennar, vill ekki selja hana á miðju tímabili.

Því ákvað Arsenal að hugsa enn stærra og hóf að gera tilboð í Russo, sem er á mála hjá Man Utd.

Arsenal hefur núna gert tvö tilboð í hana sem hefðu gert Russo að dýrasta leikmanni sögunnar í kvennaboltanum. Seinna tilboðið - sem hefur verið hafnað - var nálægt 500 þúsund pundum.

Það er því afar ólíklegt að Russo, sem varð Evrópumeistari með Englandi síðasta sumar, sé á förum frá Man Utd í dag.
Athugasemdir
banner