Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orlando kaupir Dag Dan (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orlando City tilkynnti í dag að félagið hefði fest kaup á íslenska landsliðsmanninum Degi Dan Þórhallssyni.

Orlando kaupir hann af Breiðabliki þar sem hann átti frábært tímabil í fyrra og var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins. Félagið er að vinna í því að Dagur fá atvinnuleyfi og verður hann í kjölfarið hluti af hópnum sem tekur þátt í komandi tímabili í MLS-deildinni.

Samningurinn gildir út tímabilið 2024 og hefur félagið möguleika á því að framlengja um tvö ár til viðbótar.

Dagur verður númer 23 hjá Orlando. Hann er uppalinn hjá Haukum og Fylki og hefur einnig leikið með Keflavík og Mjöndalen á sínum ferli. Þá var hann um tíma í akademíunni hjá Gent í Belgíu.

„Dagur Dan er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað á miðjunni fyrir okkur, úti á vængjunum eða jafnvel í bakverðinum ef við þurfum á því að halda. Hann hefur verið hluti af landsliðunum hjá Íslandi frá því í U16," sagði Luoz Muzzi, framkvæmdastjóri Orlando.

„Hann er mjög vinnusamur, 'box-to-box' miðjumaður sem er með styrkleika sem nýtast bæði varnar- og sóknarlega."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner