Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Seldu Enzo fyrir 10 milljónir fyrir sjö mánuðum - Fá núna 40 í viðbót
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
River Plate seldi miðjumanninn Enzo Fernandez til Benfica í Portúgal fyrir 10 milljónir evra síðasta sumar.

Núna er leikmaðurinn á leiðinni til enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea fyrir 120 milljónir evra, um sjö mánuðum síðar.

Þegar River Plate seldi Enzo þá var það sett í söluverðið að argentínska félagið myndi fá stóran hluta af næstu sölu. Það er núna fjallað um það í Argentínu að River Plate muni fá 41 milljón evra út úr sölu Benfica til Chelsea.

Metsala River Plate var salan á Javier Saviola til Barcelona en þetta toppar það.

Chelsea og Benfica eru núna að ganga frá smáatriðunum og búist er við því að Enzo verði orðinn leikmaður Lundúnafélagsins síðar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner