Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   þri 31. janúar 2023 16:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
SönderjyskE fær Orra Stein á láni frá FCK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
SönderjyskE ætlar sér beint aftur upp úr dönsku B-deildinni eftir að hafa fallið úr Superliga á síðasta tímabili.

Danska félagið hefur fengið íslenska U21 árs landsliðsmanninn Orra Stein Óskarsson á láni frá dönsku meisturunum í FCK út tímabilið.

Orri er átján ára og kom við sögu í níu leikjum með aðalliði FCK í vetur. FCK hefur fengið inn nokkra sóknarmenn í glugganum, þar á meðal Jordan Larsson frá Schalke, og því var líklegt að tækifærin yrðu af skornum skammti seinni hluta tímabilsins.

Hjá SönderjyskE hittir Orri fyrir Atla Barkarson sem var fenginn til félagsins frá Víkingi síðasta vetur. SönderjyskE er sex stigum frá sæti í efstu deild þegar fimmtán umferðir eru eftir af deildinni. Fyrsta æfing Orra með nýjum liðsfélögum verður á morgun.

„Við erum mjög glaðir að Orri verður hluti af SönderjyskE það sem eftir er tímabilsins. Það er enginn vafi að Orri er mikill markaskorari sem hefur sannað að hann getur skorað mörk. Orri mun skora helling af mörkum á sínum ferli, og þó hann komi á láni, þá munum við hugsa um hann eins og okkar eiginn leikmann," sagði Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE.


Athugasemdir
banner
banner